Skrifað undir samninga vegna landsmóts 2013

Í dag voru undirritaði samningar milli Ungmennafélags Íslands og Héraðssambandsins Skarphéðins þar sem HSK tekur að sér framkvæmd 27. Landsmóts UMFÍ sem haldið verður á Selfossi dagana 4.-7. júlí 2013.

Einnig var undirritaður samningur á milli Sveitarfélagsins Árborgar og Framkvæmdarnefndar landsmóta á Selfossi um aðkomu sveitarfélagsins að framkvæmd og undirbúningi á landsmótinu.

Undir samningana rituðu Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ, Guðríður Aadnegard formaður HSK, Þórir Haraldsson formaður framkvæmdanefndarinnar og Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri sveitarfélagsins.

Undirritunin fór fram á Hótel Selfossi þar sem vorfundur UMFÍ er haldinn í dag.