Skráning hafin í Brúarhlaupið

Nú er ekki lengur hlaupið á brúnni, heldur undir brúna. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hið árlega Brúarhlaup á Selfossi verður haldið laugardaginn 7. september næstkomandi og er þetta í 23. skipti sem hlaupið er haldið.

Hlauparar geta valið um fjórar vegalengdir, 2,5 km, 5 km, 10 km og hálfmaraþon sem er 21,1 km. Einnig er keppt í 5 km hjólreiðum á malbiki. Allar hlaupaleiðir eru löggildar og mældar upp af viðurkenndum aðila. Tímataka er í öllum vegalengdum, bæði hlaupa og hjólreiða. Kort með hlaupaleiðunum má finna á hlaup.is og einnig verða upplýsingar um þær aðgengilegar við upphaf hlaups og við skráningu.

Flokkaskipting er í 10 km og hálfmaraþoni og í þeim flokkum eru veittir verðlaunapeningar fyrir 1.-3. sæti í hverjum aldursflokki. Allir þátttakendur fá við skráningu keppnisbol og verðlaunapening við komu í mark. Skráningargjöld í forskráningu eru 1.000 kr. fyrir 16 ára og eldri og 700 kr. fyrir 15 ára og yngri, í allar keppnisgreinar, nema í 10 km hlaup þar sem skráningargjald er 3.000 kr. og í hálfmaraþon þar sem skráningargjald er 4.000 kr. Veittur er fjölskylduafsláttur þannig að hjón borga fullt gjald, fyrir sig og tvö börn, en ef um fleiri börn er að ræða fá þau frítt.

Forskráningu líkur á netinu á hlaup.is, föstudaginn 6. september kl. 16. Allir keppendur fá frítt í sund eftir hlaup, í boði Sveitarfélagsins Árborgar, gegn framvísun keppnisnúmers.

Skráning fer fram á hlaup.is og í Landsbankanum á Selfossi, einnig á hlaupadag frá kl. 09:00 í Landsbankanum á Selfossi. Frekari upplýsingar gefur Helgi Sigurður Haraldsson, helgihar@simnet.is og í síma 825-2130.

Fyrri greinGríðarleg umferð á Hellisheiði á laugardaginn
Næsta grein527 tröppur upp með Skógafossi