Skráðu þig í fyrsta fótboltagolfmótið á Íslandi

Í tilefni þess að fótboltagolfvöllurinn Markavöllur í Hrunamannahreppi er að verða eins árs verður blásið til fyrsta fótboltagolfmótsins á Íslandi laugardaginn 20. júní.

Þetta er einstaklings keppni þar sem spilaðar eru átján holur í fjögurra manna hollum.

Fyrstu keppendurnir verða ræstir út kl. 10:00 og eru glæsilegir vinningar í boði fyrir fyrstu þrjú sætin, auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir holu í sparki

Markavöllur var opnaður þann 21. júní í fyrra af fjölskyldunni í Dalbæ 3 í Hrunamannahreppi, en fótboltagolf er ný og spennandi íþrótt sem er að ryðja sér til rúms um allan heim.

Þessi íþrótt er frábær samblanda af fótbolta og golfi sem er allt í senn spennandi fyrir keppnisfólk og afslappandi fyrir þann sem vill bara hafa gaman.

Skráning fer fram á fotboltagolfvollur@gmail.com eða hér.

Fyrri greinHrafnhildur valin íþróttamaður ársins
Næsta greinGagnrýna endurmat á virkjanakostum