Skotin geiguðu í lokin

Astaja Tyghter var stigahæst hjá Hamri-Þór með 21 stig. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar-Þór tapaði naumlega fyrir ÍR í 1. deild kvenna í körfubolta í dag, 70-66 á útivelli.

Hamar-Þór hafði frumkvæðið í 1. leikhluta og leiddi að honum loknum, 17-22. Annar leikhluti var í járnum en Hamar-Þór var áfram skrefinu á undan og staðan í hálfleik var 38-42.

Þær sunnlensku byrjuðu vel í seinni hálfleiknum, skoruðu fyrstu níu stigin í 3. leikhluta og voru komnar með þægilegt forskot, 38-51. Þeim gekk hins vegar illa að skora á lokakafla 3. leikhluta og ÍR skoraði átta stig í röð.

Síðasti fjórðungurinn var æsispennandi en á lokamínútunum fóru skot Hamars-Þórs að geiga og ÍR komst yfir. Hamar-Þór skoraði aðeins þrjú stig á síðustu fjórum mínútum leiksins og ÍR-ingar fögnuðu sigri.

Astaja Tyghter var stigahæst hjá Hamri-Þór með 21 stig og 13 fráköst, Helga María Janusdóttir skoraði 13 og Julia Demirer 11, auk þess sem hún tók 10 fráköst.

Hamar-Þór er í 7. sæti deildarinnar með 16 stig en ÍR er í 2. sæti með 26 stig.

Tölfræði Hamars-Þórs: Astaja Tyghter 21/13 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Helga María Janusdóttir 13, Julia Demirer 11/10 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 9/6 stoðsendingar, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 7, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 5.

Fyrri greinGuðmundur Ármann sækist eftir 2. sæti
Næsta greinÆgir komst ekki á blað