Skólakrakkar á Ólympíuspretti

Krakkar úr Sunnulækjaskóla í Ólympíuhlaupinu 2021. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ólympíuhlaup ÍSÍ var hlaupið í Sunnulækjarskóla á Selfossi í morgun. Hlaupið er árlegur viðburður en forveri þess er Norræna skólahlaupið, sem hefur verið hluti af skólaíþróttum síðan 1984.

Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Nemendur gátu valið vegalengdir frá 2,5 upp í 10 kílómetra og voru allir nemendur skólans hvattir til að taka þátt. Sunnlenska.is mætti hlaupurunum á miðstigi á snörpum spretti í Landahverfinu og var ekki annað að sjá en að létt væri yfir krökkunum.

Fyrri greinTinna Sigurrós framlengir
Næsta greinMeistararnir fá Leik