Skokkað við Rangá

Ægissíðufoss. Ljósmynd/Páll Jökull Pétursson

Í kvöld, miðvikudagskvöldið 14. júní, ætla félagar í Ferðafélagi Rangæinga að taka létt skokk frá Arionbanka á Hellu, niður með Rangá að Ægissíðufossi og til baka.

Skokkið hefst klukkan 18 en með í för verður einn fremsti utanvegahlaupari landsins, Sigurjón Ernir Sturluson, og mun hann gefa góð ráð varðandi hlaup.

Þetta skemmtiskokk er fyrir alla fjölskylduna og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta.

Fyrri greinSpænskur framherji í Hamar
Næsta greinViðbygging við íþróttamiðstöðina á Borg boðin út