Skemmtilegri púttmótaröð lokið

Katrín Embla, Jóhann Már og Grímur. Ljósmynd/Ólafur Unnarsson

Púttmótaröð Golfklúbbs Selfoss lauk síðastliðinn laugardag með verðlaunaafhendingu.

Þeir krakkar sem að mættu fjórum sinnum að pútta fengu verðlaunapening, gjafabréf í Huppu og kókómjólk, en þeir sem að voru 1.-3. sæti fengu auk þess önnur verðlaun.

Úrslit í barna og unglingaflokki:
1. Jóhann Már 234 högg.
2. Katrín Embla 237 högg.
3. Grímur 250 högg.

Í kvennaflokki var mjög jöfn keppni, en þær sem voru í 2. og 3. sæti voru með jafn mörg högg. Sú sem náði betra skori á lokamótinu varð í 2. sæti.

Úrslit í kvennaflokki:
1. Arndís 235 högg.
2. Bríet 237 högg.
3. Elsa 237 högg.

Í karlaflokki var jafnt og mikil spenna.

Úrslit í karlaflokki:
1.Hlynur Geir 209 högg.
2. Pétur Sigurdór 212 högg.
3. Arnór Ingi 213 högg.

Barna- og unglinganefnd óskar öllum innilega til hamingju og þakkar fyrir skemmtilegt mót.

Bríet, Sigrún Helga sem tók við verðlaunum fyrir hönd Arndísar og Elsa. Ljósmynd/Ólafur Unnarsson
Sigrún Helga sem tók við verðlaunum Péturs, Hlynur Geir og Arnór Ingi. Ljósmynd/Ólafur Unnarsson
Fyrri greinÁrborg reynir að halda þjónustunni gangandi í samkomubanni
Næsta greinTveir ökumenn stöðvaðir undir áhrifum fíkniefna