Skellur í Víkinni

Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Selfoss. Ljósmynd: Umf. Selfoss/ÁÞG

Kvennalið Selfoss tapaði fyrir Víkingi á útivelli í Grill 66 deildinni í handbolta í dag, 28-26 í hörkuleik.

Selfoss byrjaði frábærlega í leiknum og komst í 1-7. Þá tóku Víkingar við sér í vörninni og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Selfoss hafði eins marks forystu í hálfleik, 13-14. Seinni hálfleikurinn var jafn og spennandi en Víkingar voru sterkari á lokakaflanum og unnu að lokum með tveimur mörkum.

Lara Zidek var markahæst Selfyssinga með 9 mörk, Elínborg Þorbjörnsdóttir skoraði 8, Agnes Sigurðardóttir 3, Tinna Traustadóttir og Elín Krista Sigurðardóttir skoruðu 2 mörk og þær Ivana Raikovic og Kristín Hólmarsdóttir skoruðu sitt markið hvor.

Ekki nóg með að þetta hafi verið fyrsti sigur Víkings í vetur, heldur var þetta fyrsti sigur liðsins í rúmlega tvö ár. Liðið lyfti sér þar með upp fyrir Selfoss á töflunni. Selfoss er í 8. sæti deildarinnar með 2 stig að loknum fjórum umferðum.

Fyrri greinRagnheiður verður formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ
Næsta greinÖruggt hjá Hamri þrátt fyrir fyrstu taphrinuna