Skellur í fyrstu umferð

Nenad Zivanovic, þjálfari Ægis. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægismenn, sem leika í Lengjudeildinni í sumar, fengu skell þegar þeir mættu 3. deildarliði Augnabliks í 1. umferð Lengjubikarsins í Fífunni í gær.

Augnablikar komust yfir á 34. mínútu með marki frá Brynjari Óla Bjarnasyni og staðan var 1-0 í hálfleik.

Jón Veigar Kristjánsson bætti við marki fyrir Augnablik úr vítaspyrnu á 73. mínútu og heimamenn bættu svo við þriðja markinu í uppbótartímanum, þegar Julian Friðgeirsson setti boltann í netið.

Lokatölur 3-0 og stigalausir Ægismenn mæta næst ÍR á útivelli næstkomandi föstudag.

Fyrri greinSlæm byrjun í seinni hálfleik gerði út um vonir Selfoss
Næsta greinGul viðvörun: Gæti komið til veglokana