Skellur í fyrsta leik

Magdalena Reimus og liðsfélagar hennar áttu erfitt uppdráttar í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss fékk skell í sínum fyrsta leik í Lengjubikarnum í knattspyrnu í vor, þegar það mætti Stjörnunni í Miðgarði í Garðabæ í kvöld. Leikurinn var einnig fyrsti leikur liðsins undir stjórn Björns Sigurbjörnssonar.

Það er óhætt að segja að Stjarnan hafi haft töglin og hagldirnar allan leikinn. Selfoss varðist ágætlega á köflum en átti erfitt uppdráttar í sókninni.

Stjarnan leiddi 2-0 í hálfleik og þær bættu svo við þremur mörkum í seinni hálfleik, lokatölur 5-0.

Fyrri greinSnjóruðningsbíll eyðilagðist í eldi
Næsta greinSelfoss velgdi toppliðinu undir uggunum