Skellur í Eyjum

Hulda Dís Þrastardóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss í handbolta tapaði stórt þegar þær heimsóttu ÍBV til Vestmannaeyja í kvöld.

Eyjakonur leiddu allan tímann og náðu fljótlega fjögurra marka forskoti. Staðan í hálfleik var 16-12. ÍBV skoraði fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og í kjölfarið var munurinn um og yfir tíu mörk. Að lokum skildu níu mörk liðin að, 31-22.

Hulda Dís Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 7/5 mörk, Mia Kristin Syverud skoraði 6, Sara Dröfn Richardsdóttir 3, Hulda Hrönn Bragadóttir 2 og þær Sylvía Bjarnadóttir, Katla Björg Ómarsdóttir, Ída Bjarklind Magnúsdóttir og Inga Sól Björnsdóttir skoruðu allar 1 mark.

Ágústa Tanja Jóhannsdóttir varði 9 skot í marki Selfoss og var með 23% markvörslu og Sara Xiao Reykdal varði 4 skot og var með 80% markvörslu.

Fyrri greinHamar/Þór elti allan tímann
Næsta greinGuðni Th tók á móti 1. bekk á Þingvöllum