Skellur í bikarnum

Svekktar Selfosskonur þakka fyrir góðan stuðning af pöllunum í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss tapaði stórt gegn bikarmeisturum Fram í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í handbolta í Hleðsluhöllinni á Selfossi í kvöld.

Lokatölur urðu 34-22 og það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Selfyssingum gekk ekkert í sókninni í upphafi leiks en Fram skoraði fyrstu níu mörk leiksins og komst svo í 1-13. Munurinn var áfram tólf mörk í leikhléi, 5-17.

Sóknarleikur Selfoss gekk betur í seinni hálfleik en forskoti Framara var ekki ógnað og meistararnir eru því komnir í undanúrslitin í Laugardalshöllinni.

Katla María Magnúsdóttir, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir skoruðu allar 4 mörk fyrir Selfoss, Hulda Dís Þrastardóttir og Sarah Boye Sörensen 3, Kristrún Steinþórsdóttir 2 og þær Tinna Traustadóttir og Ída Bjarklind Magnúsdóttir skoruðu sitt markið hvor.

Fyrri greinBjarni Bjarnason íþróttamaður Bláskógabyggðar 2018
Næsta greinSelfyssingar hlupu á vegg