Skellur á útivelli

Hrunamenn fengu slæman skell í kvöld þegar liðið mætti toppliði Ýmis í C-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu á útivelli.

Til þess að gera langa sögu stutta lauk leiknum með 14-1 sigri Ýmis, en þetta er stærsti ósigur Hrunamanna í deildinni í sumar. Staðan var 5-0 í hálfleik. Bergsteinn Bjarnason skoraði mark Hrunamanna og minnkaði þá muninn í 10-1. Ýmir bætti við fjórum mörkum til viðbótar áður en yfir lauk.

Hrunamenn eru í 7. sæti C-riðils með 5 stig og mæta Árborg í lokaumferðinni á Selfossi á laugardaginn.

Fyrri greinGústafssynir sigruðu á minningarmóti Gunnars Jóns
Næsta greinPerla með níu mörk gegn Fram