Skellur á Nesinu

Kvennalið Selfoss fékk skell þegar liðið heimsótti Gróttu í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Lokatölur voru 35-18.

Grótta hafði 15-9 forystu í hálfleik og gestgjafarnir juku forskotið enn frekar í seinni hálfleik.

Kara Rún Árnadóttir var markahæst Selfyssinga með 6 mörk, Hildur Öder Einarsdóttir og Carmen Palamariu skoruðu báðar 4 mörk og þær Thelma Sif Kristjánsdóttir, Helga Rún Einarsdóttir, Heiða Björk Eiríksdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir skoruðu allar 1 mark.