Skelfileg skotnýting í fyrsta tapleik Selfoss

Katla María Magnúsdóttir var markahæst Selfyssinga með 7 mörk. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss steinlá á heimavelli í kvöld þegar liðið tapaði sínum fyrsta leik í Grill 66 deild kvenna í handbolta. Fjölniskonur komu í heimsókn og unnu 21-28 sigur.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik, Selfoss náði mest tveggja marka forskoti en Fjölnir jafnaði 10-10 þegar sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Gestirnir skoruðu svo síðustu tvö mörk hálfleiksins og leiddu 12-14 í leikhléi.

Seinni hálfleikurinn var arfaslakur hjá Selfyssingum sem skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu sextán mínútunum. Þá var staðan orðin 13-21 og úrslitin ráðin. Selfoss náði að minnka muninn niður í fimm mörk en þá var allt of lítill tími til stefnu og Fjölniskonur unnu að lokum sanngjarnan sjö marka sigur.

Hulda Dís Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 8/3 mörk, Katla María Magnúsdóttir skoraði 6, Rakel Guðjónsdóttir 3 og þær Agnes Sigurðardóttir, Elín Krista Sigurðardóttir, Katla Björg Ómarsdóttir og Sólveig Erla Oddsdóttir skoruðu allar 1 mark. Skotnýting Selfyssinga var skelfileg í leiknum, aðeins 38%.

Henriette Østergård varði 13/2 skot í marki Selfoss og var með 31% markvörslu

Selfoss er nú með 3 stig í 3. sæti deildarinnar. Þetta var annar sigur Fjölnis í deildinni í vetur og þær sitja í 7. sæti með 4 stig. 

Fyrri greinGjaldtöku hætt í Skálholti
Næsta greinFimm sækja um Hveragerðisprestakall