Skautafélagið sterkara á svellinu

Pétur Geir Ómarsson skoraði mark Uppsveita. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Uppsveitir léku sinn fyrsta heimaleik í sumar í 4. deild karla í knattspyrnu þegar Skautafélag Reykjavíkur kom í heimsókn á hinn glæsilega Flúðavöll.

Gestirnir reyndust sterkari á svellinu en SR komst yfir á 33. mínútu. Pétur Geir Ómarsson jafnaði metin fyrir Uppsveitir í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan var 1-1 í leikhléi. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki nógu vel hjá Uppsveitum því gestirnir fengu vítaspyrnu strax á 3. mínútu og skoruðu sigurmark leiksins úr henni.

Hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum í seinni hálfleiknum og lokatölur urðu 1-2.

Uppsveitir eru í 5. sæti í B-riðlinum með 3 stig en SR í 3. sæti með 9 stig.

Fyrri greinLærisveinar Patreks sendu Íslandsmeistarana í sumarfrí
Næsta greinRífandi gangur í hlaupurum þrátt fyrir þoku