Þór Þ. sótti Tindastól heim á Sauðárkrók í úrvaldeild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var lengst af jafn en frábær kafli Stólanna í 3. leikhluta gerði út um leikinn og tryggði þeim 96-82 sigur.
Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik, Þórsarar voru skrefinu á undan stærstan hlutann en Tindastóll kláraði 2. leikhluta vel og leiddi 43-40 í hálfleik.
Stólarnir hittu ótrúlega vel í 3. leikhluta þar sem þeir skoruðu 37 stig og skildu Þórsara eftir í rykinu. Þeir grænu héldu í horfinu eftir það en tókst ekki að vinna niður forskot heimamanna.
Jacoby Ross var stigahæstur Þórsara með 30 stig og Lazar Lugic skoraði 19.
Þór er ennþá í 11. sæti deildarinnar með 2 stig en Tindastóll er í 2. sæti með 12 stig.
Tindastóll-Þór Þ. 96-82 (22-22, 21-18, 37-26, 16-16)
Tölfræði Þórs: Jacoby Ross 30/4 fráköst/5 stoðsendingar, Lazar Lugic 19/9 fráköst, Djordje Dzeletovic 14, Rafail Lanaras 13/7 fráköst/8 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 3/9 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 3.

