Sjötta tap Ægis í röð

Ægir tapaði sjötta leik sínum í röð í kvöld í 3. deild karla í knattspyrnu þegar liðið sótti KH heim að Hlíðarenda.

Heimamenn sigruðu 2-0 en þeir skoruðu eitt mark í hvorum hálfleik.

Ægir er áfram í 9. sæti deildarinnar með 7 stig, en KH situr í 2. sætinu með 22 stig.

Fyrri grein„Við erum allir ósáttir“
Næsta greinGísli Halldór ráðinn bæjarstjóri í Árborg