Sjónvarp Selfoss í loftið í kvöld

Fyrsta útsendingin hjá Sjónvarpi Selfoss verður í kvöld þegar sýnt verður beint frá leik Selfoss og Fjölnis í 1. deild karla í handbolta.

Leikurinn hefst kl. 19:30 en liðin eru í harðri baráttu í efri hluta deildarinnar.

Sjónvarp Selfoss er undir heimasíðu Ungmennafélags Selfoss og þar eru menn hvattir til að fjölmenna á pallana, styðja strákana og láta í sér heyra í þessari fyrstu útsendingu Sjónvarps Selfoss.

Sjónvarp Selfoss

Fyrri greinRúta útaf við Brekkur – Einn ók framhjá lokunum
Næsta greinFrestað í Fákaseli