Sjóli farinn til Eyja

Handknattleiksmaðurinn Hörður „Sjóli“ Másson hefur samið við lið ÍBV og mun leika með þeim í N1-deildinni á næsta keppnistímabili.

Hörður tók skóna af hillunni í vetur og lék með Selfyssingum í 1. deildinni á síðari hluta tímabilsins. Hann er uppalinn hjá Selfyssingum en tímabilið 2010-2011 með HK í efstu deild.

Hörður er 23 ára gamall og ljóst að þetta er mikill missir fyrir Selfyssinga því þessi knái leikmaður var óstöðvandi skyttuhlutverkinu í vetur þegar sá gállinn var á honum.

„Það er bara ævintýri að fara til Eyja og ég er mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Hörður í samtali við sunnlenska.is en hann gerði eins árs samning við Eyjamenn.

Fyrri greinHarður árekstur í Hveradölum
Næsta greinAxel Óli: Hvernig bætum við lífsgæði okkar á laugardaginn kemur?