Sjö Selfyssingar í æfingahópi landsliðsins

Atli Ævar Ingólfsson og félagar mæta Haukum í 32-liða úrslitum og FH í 16-liða úrslitum ef allt gengur upp. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur valið 19 leikmenn til æfinga vegna landsleikja Íslands gegn Grikkjum í Kozani 12. júní nk. og gegn Tyrklandi í Laugardalshöll 16. júní nk. í undankeppni EM 2020.

Í hópnum eru sjö Selfyssingar, þeir Haukur Þrastarson, Elvar Örn Jónsson og Atli Ævar Ingólfsson, leikmenn Selfoss, Teitur Örn Einarsson Kristiansand, Bjarki Már Elísson Füchse Berlin og liðsfélagarnir úr Aalborg þeir Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon.

Hópurinn er eftirfarandi (landsleikjafjöldi/mörk):

Markmenn:
Ágúst Elí Björgvinsson, IK Sävehof (27/0)
Grétar Ari Guðjónsson, Haukar (7/0)
Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram (4/0)

Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, Füchse Berlin (59/125)
Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Lowen (354/1844)

Vinstri skytta:
Aron Pálmarsson, Barcelona (137/537)
Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad (111/206)

Leikstjórnendur:
Haukar Þrastarson, Selfoss (8/9)
Elvar Örn Jónsson, Selfoss (22/68)
Janus Daði Smárason, Aalborg (33/39)

Hægri skytta:
Ómar Ingi Magnússon, Aalborg (46/129)
Teitur Örn Einarsson, IFK Kristianstad (14/10)

Hægra horn:
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HC (103/296)
Sigvaldi Guðjónsson, Elverum (16/29)

Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad (44/65)
Atli Ævar Ingólfsson, Selfoss (11/10)
Ýmir Örn Gíslason, Valur (29/14)

Varnarmenn:
Daníel Þór Ingason, Haukar (28/9)
Ólafur Gústafsson, KIF Kolding (41/48)

Fyrri greinTré og straumur stækkar íþróttahúsið á Hellu
Næsta greinEgill og Þór með verðlaun á Smáþjóðaleikunum