Sjö marka tap hjá Selfyssingum

Kvennalið Selfoss tók á móti Val í Olís-deildinni í handbolta í kvöld. Gestirnir höfðu betur í leiknum og sigruðu 23-30.

Valur leiddi 11-14 í hálfleik og forskot gestanna jókst enn frekar í þeim síðari.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 8 mörk, Carmen Palamariu skoraði 5, Kara Rún Árnadóttir 4, Hildur Öder Einarsdóttir 3 og þær Margrét Kristín Jónsdóttir, Thelma Sif Kristjánsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir skoruðu allar eitt mark.

Katrín Ósk Magnúsdóttir fór á kostum í marki Selfoss en hún varði 18/4 skot í leiknum.

Selfoss er í 11. sæti deildarinnar með 7 stig og leikur næst gegn ÍBV, sem er í 5. sæti, á útivelli á laugardag.

UPPFÆRT KL. 11:43

Fyrri greinSelfyssingarnir sprækastir gegn Svíum
Næsta greinBjörgvin komst á pall í London