Sindri vann Suðurlandsslaginn

Karen Inga Bergsdóttir, skoraði fyrir Hamar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamarskonur lögðu í leiðangur austur á Hornafjörð í gær þar sem þær mættu Sindra í 2. deild kvenna í knattspyrnu.

Sindrakonur reyndust sterkari í leiknum og Hamar átti í stökustu vandræðum með framherja þeirra, Samiru Suleman. Samira skoraði öll mörk Sindra í 3-0 sigri, en staðan var 2-0 í hálfleik.

Hamar er í 10. sæti 2. deildarinnar með 1 stig og mætir næst ÍR á heimavelli að kvöldi 16. júní.

Fyrri greinSjómannadagsgleði á Þorlákshafnarvelli
Næsta greinGáfu Kirkjuhvoli sérsaumaðan útivistargalla