Sindri sterkari í seinni hálfleik

Franck Kamgain. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar heimsótti Sindra í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Hornafirði urðu 111-91 og Hamar því enn í 10. sæti deildarinnar.

Fyrri hálfleikurinn var sveiflukenndur, Sindri náði góðu forskoti í 1. leikhluta en Hamar svaraði vel fyrir sig í 2. leikhluta og staðan var 48-48 í hálfleik.

Í seinni hálfleiknum áttu Hamarsmenn fá svör við góðum leik Sindra. Varnarleikur Hvergerðinga var ekki til útflutnings og forskot heimamanna jókst jafnt og þétt en að lokum skildu tuttugu stig liðin að.

Birgir Leó Halldórsson var stigahæstur hjá Sindra með 33 stig en Myles McCrary var framlagshæstur með 23 stig og 13 fráköst. Franck Kamgain átti stórleik fyrir Hamar, skoraði 40 stig og tók 9 fráköst.

Sindri er í 5. sæti deildarinnar með 8 stig en Hamar í 10. sætinu með 2 stig.

Sindri-Hamar 111-91 (26-16, 22-32, 33-22, 30-21)
Tölfræði Sindra: Birgir Leó Halldórsson 33/6 fráköst, Jason Gigliotti 26/11 fráköst, Myles McCrary 23/13 fráköst, Magnús Dagur Svansson 11/6 fráköst, Erlendur Björgvinsson 10, Srdan Stojanovic 3/6 fráköst/6 stoðsendingar, Hlynur Ingi Finnsson 3, Friðrik Heiðar Vignisson 2, Clayton Ladine 4 fráköst/11 stoðsendingar.
Tölfræði Hamars: Franck Kamgain 40/9 stoðsendingar, Lúkas Aron Stefánsson 18, Egill Þór Friðriksson 8, Ísak Sigurðarson 7/7 fráköst, Birkir Máni Daðason 7/6 fráköst, Arnar Dagur Daðason 5, Jens Hjorth Klostergaard 4, Atli Rafn Róbertsson 2.

Fyrri greinVar stoppuð af vopnuðum vörðum á þinghúsinu í Ástralíu
Næsta greinSkagfirsk sveifla í 3. leikhluta