Sindri og Ingimar sigla skútunni með Luba

Sindri Rúnarsson og Ingimar Helgi Finnsson. Ljósmynd/Árborg

Sindri Rúnarsson og Ingimar Helgi Finnsson hafa skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Knattspyrnufélag Árborgar.

Ingimar og Sindri hafa leikið gríðarlega stórt hlut­verk í liði Árborgar undan­farin tíma­bil, bæði sem leikmenn og nú síðast aðstoðarþjálfarar. Þeir störfuðu við hlið aðalþjálfarans Tomasz Luba síðasta sumar og hafa nú staðfest að þeir muni halda því góða starfi áfram.

„Við fögnum þessum góðu fréttum og hlökkum til að fylgjast með þeim sigla skútunni með Luba sem skipstjóra. Ég tel þá vera lykil að komandi velgengni Árborgar,“ segir Árni Páll Hafþórsson, forseti Árborgar.

Fyrri greinStelpurnar á stórmót
Næsta greinAlvarleg líkamsárás á Litla-Hrauni