Sindri æfir með Esbjerg

Knattspyrnumaðurinn Sindri Pálmason frá Selfossi er þessa dagana staddur í Danmörku þar sem hann æfir með dönsku bikarmeisturunum í Esbjerg.

Hann fór út um síðustu helgi og mun æfa með liðinu fram yfir næstu helgi.

Sindri er 17 ára miðjumaður sem spilaði þrjá leiki með uppeldisfélagi sínu í 1. deildinni í sumar og var lykilmaður í 2. flokki félagsins.

Sindri lék sína fyrstu landsleiki á dögunum þegar hann var valinn í U19 ára lið Íslands og lék þrjá leiki með liðinu á Svíþjóðarmótinu sem fram fór á dögunum.
Fyrri greinÖryggi íbúa og gesta stefnt í voða
Næsta greinHjalti Þór skipaður stjórnarformaður