Sindratorfæran á Hellu á morgun

Það er yfirleitt líf og fjör á Hellukeppninni en að þessu sinni verða áhorfendabrekkurnar tóma. Ljósmynd/Aðsend

Fyrsta umferð Íslandsmótsinns í torfæru, Sindratorfæran, fer fram á morgun laugardag kl. 11 á Hellu. Nítján ökumenn eru skráðir til leiks í tveimur flokkum; sérútbúnum flokki og götubílaflokki.

Akstursíþróttasvæði Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu er eitt skemmtilegasta torfærusvæði landsins þar sem áhorfendabrekkurnar eru tilbúnar af náttúrunnar hendi og keppendur fá að keyra í sandbrekkum, klöppum, á vatni og í mýri.

Ár hvert reyna ökumenn fyrir sér í fleytingu á ánni, í fyrra féll heimsmetið þegar Þór Þormar Pálsson á Thor ók á 102 km hraða yfir vatnið. Fyrra metið var 87 km en það setti Guðbjörn Grímson á Kötlu turbo. Þessir bílar verða báðir með á morgun og verður gaman að sjá hvort heimsmetið falli.

Það eru Flugbjörgunarsveitin á Hellu og akstursíþróttanefnd Umf. Heklu sem standa að keppninni. Búast má við um 6.000 manns á svæðið það kostar 2000 kr. inn og er frítt fyrir 12 ára og yngri.

Veðurspáin er góð og tilhlökkun hjá mótshöldurunum að taka á móti gestum sínum.

Fyrri greinTómstundamessa í Árborg
Næsta greinNý stefnumótun í íþróttamálum: öryggi, aðgengi og fagmennska