Sigursveinn setti HSK met í Kaupmannahöfn

Sigursveinn að loknu vel heppnuðu hlaupi í Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Sigurður Sigursveinsson

Selfyssingurinn Sigursveinn Sigurðsson, Frískum Flóamönnum, var meðal ellefu þúsund hlaupara í Kaupmannarhafnarmaraþoninu þann 14. maí síðastliðinn og náði þar að bæta héraðsmetið í maraþoni í flokki 40-44 ára öldunga.

Sigursveinn hljóp maraþonið á 3:04,02 klst og bætti HSK metið í sínum aldursflokki um þrjár og hálfa mínútu. Gamla metið var að verða 25 ára gamalt, en það átti Sigurður Ingvarsson, Umf. Laugdæla, 3:07,32 klst.

Þess má geta að Sigursveinn á nú HSK met í fjórum vegalengdum í 40-44 ára flokki en auk heils maraþons á hann héraðsmetin í hálfmaraþoni, 5 mílna Bláskógaskokki og 10 km götuhlaupi.

Fyrri greinFljúgandi villisvín sækja í sig veðrið
Næsta greinSöfnuðu hátt í milljón í nafni Ólafar