Sigursteinn og Krókus sigruðu í A-flokki

Í A-flokkskeppni Hestamannafélagsins Sleipnis eru verðlaunin fyrir efsta sætið Sleipnirsskjöldurinn en hann var skorinn út af listamanninum Ríkharði Jónssyni og er einn sá elsti sem veittur er enn í dag.

Árið 1950 kom fyrst fram hugmyndin um Sleipnisskjöldinn sem verðlaun fyrir gæðingakeppni. Ríkarður Jónsson var fenginn til að skera út skjöld úr tré, og var útskorin hestsmynd á honum. Vinnst hann aldrei til eignar en hefur verið veittur árlega síðan í gæðingakeppni, að því er Eiðfaxi greinir frá.

Úrslitin í A-flokknum voru æsispennandi í ár en svo fór að Sigursteinn Sumarliðason og Krókus frá Dalbæ stóðu uppi sem sigurvegarar með einkunina 8,96 en þar á eftir komu Snæsól frá Austurkoti og Kiljan frá Steinnesi.

Úrslit A-flokksins:
1 Krókus frá Dalbæ, Sigursteinn Sumarliðason, Sleipnir 8,96
2 Snæsól frá Austurkoti, Páll Bragi Hólmarsson, Sleipnir 8,81
3 Kiljan frá Steinnesi, Hans Þór Hilmarsson, Sleipnir 8,78
4 Elding frá Laugardælum, Bjarni Sveinsson, Sleipnir 8,59
5 Gnótt frá Hrygg, Sigurður Óli Kristinsson, Sleipnir 8,56
6 Vaðall frá Halakoti, Svanhvít Kristjánsdóttir, Sleipnir 8,49
7 Þröstur frá Hvammi, Ólafur Ásgeirsson, Ljúfur 8,49
8 Húmi frá Votmúla 1, Freyja Hilmarsdóttir, Sleipnir 8,44

Fyrri greinLeituðu fram undir morgun
Næsta greinBókamessa við upphaf Kótelettu