Sigursteinn knapi ársins hjá Sleipni

Sigursteinn, Soffía og Védís Huld ásamt Berglindi Sveinsdóttur, formanni Sleipnis, og upprennandi hestakonunum Margréti og Kamillu. Ljósmynd/Aðsend

Annað árið í röð er Sigursteinn Sumarliðason knapi ársins hjá Hestamannafélaginu Sleipni á Selfossi. Uppskeruhátíð Sleipnis fór fram í gær.

Árið hjá Sigursteini einkenndist af hraða, þar sem hann keppti að stærstum hluta einungis í skeiðgreinum. Hann sigraði í 250 m skeiði á WR íþróttamóti Sleipnis á Krókusi frá Dalbæ og með Liðsauka tryggði hann sér 2. sætið í 250 m skeiðí á WR íþróttamóti Geysis. Í ágúst héldu Sigursteinn og Krókus leið sína til Sviss þar sem þeir kepptu fyrir Íslands hönd í 250 og 100 m skeiði. Þar náðu þeir glæsilegum árangri og urðu tvöfaldir silfurhafar í báðum þessum greinum.

Védís Huld Sigurðardóttir klifjuð verðlaunum heim af uppskeruhátíðinni. Védís Huld var valin knapi ársins í ungmennaflokki ásamt því að hún átti besta tíma Sleipnisfélaga í 150 m skeiði. Védís Huld keppti á fjölda móta í ár með framúrskarandi árangri. Upp úr stendur tvöfaldur Íslandsmeistaratitill í fjórgangi og tölti ungmenna og tvöfaldur heimsmeistaratitill í fjórgangi og tölti ungmenna á Ísaki frá Þjórsárbakka. Sleipnir veitti Védísi Huld jafnframt viðurkenningar fyrir Íslands- og heimsmeistaratitla.

Soffía Sveinsdóttir var valin knapi ársins í flokki áhugamanna en þetta er þriðja árið í röð sem hún hlýtur þessa viðurkenningu. Soffía tók þátt í fjórum stórmótum utanhúss og komst í A-úrslit í 1. flokki á þeim öllum. Hún átti einnig góðu gengi að fagna í Suðurlandsdeildinni þar sem hún sigraði í slaktaumatölti áhugamanna.

Védís Huld Sigurðardóttir klifjuð verðlaunum heim af uppskeruhátíðinni. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinSterku systurnar hlaðnar verðlaunum í Rúmeníu
Næsta greinJólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands