Sigurmark seint í uppbótartíma

Ágúst Karel Magnússon skoraði fyrir Ægi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir heimsótti Þrótt Reykjavík í lokaumferð 2. deildar karla í knattspyrnu í dag.

Liðin hafa barist hart um sæti í Lengjudeildinni í sumar en það var þó ljóst fyrir nokkrum umferðum að Þróttarar myndu fylgja Njarðvík upp.

Ægismenn gáfu Þrótturum ekkert eftir í dag í hörkuleik. Þróttur komst yfir á 14. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik en Ágúst Karel Magnússon jafnaði metin um miðjan seinni hálfleikinn. Það var þó boðið upp á dramatík í lokin og á fjórðu mínútu uppbótartímans skoruðu Þróttarar sigurmarkið og fögnuðu 2-1 sigri.

Nýliðar Ægis gerðu vel í sumar og enduðu á lygnum sjó í 3. sæti deildarinnar með 37 stig, eftir að hafa verið í toppbaráttu stærstan hluta sumarsins.

Fyrri greinHamri tókst ekki að skora
Næsta greinSelfoss byrjar á sigri