Sigurmark gestanna í uppbótartíma

Stokkseyringar fengu Hörð frá Ísafirði í heimsókn í dag í 4. deild karla í knattspyrnu. Úrslitin réðust á lokamínútunum, en Hörður sigraði 1-2.

Fyrri hálfleikur var markalaus en gestirnir komust yfir á 56. mínútu með marki Jóns Inga Skarphéðinssonar. Þegar leið að leikslokum sóttu Stokkseyringar mikið og Bergi Dan Gunnarssyni tókst að jafna metin fimm mínútum fyrir leikslok. Jón Reynir Sveinsson renndi þá boltanum á Berg í vítateignum og hann skoraði af öryggi.

Í uppbótartímanum fengu Stokkseyringar svo algjört dauðafæri þegar Haukur Grímsson hitti ekki á rammann fyrir opnu marki. Harðarmenn sneru vörn í sókn, fengu aukaspyrnu á miðjum vellinum og uppúr henni skoraði Magnús Orri Magnússon sigurmark Harðar.

Stokkseyri á einn leik eftir í riðlinum og hefur nú 12 stig í 6. sæti. Harðarmenn fóru upp fyrir Stokkseyringa með sigrinum í dag og hafa einnig 12 stig í 5. sæti. Hörður mætir Árborg á JÁVERK-vellinum á Selfossi kl. 14:00 á morgun.

Fyrri greinÁsberg fékk menningarverðlaunin
Næsta greinEllefu í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum