Sigurmark gestanna í uppbótartíma

Selfoss beið nauman ósigur þegar KR kom í heimsók á Selfossvöll í kvöld í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu.

Unnur Dóra Bergsdóttir kom Selfyssingum yfir á 8. mínútu en KR-ingar jöfnuðu metin skömmu fyrir leikhlé. Seinni hálfleikur var markalaus allt þar til á 2. mínútu uppbótartíma að KR skoraði sigurmarkið eftir snarpa sókn.

Selfoss er í 5. sæti B-deildarinnar með 3 stig að loknum þremur umferðum.

Fyrri greinEggert leiðir S-listann áfram
Næsta greinSelfoss kærir framkvæmd leiks Fram og ÍBV