Sigurmark á lokasekúndunum

Hamar lagði Tindastól/Hvöt í B-deild Lengjubikars karla á Selfossi í dag, 2-1, eftir dramatískar lokamínútur.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik sem var markalaus. Haraldur Hróðmarsson kom Hamri yfir í seinni hálfleik en Hamar hafði undirtökin mestan hluta síðari hálfleiks. Staðan var 1-0 allt fram á 90. mínútu þegar Tindastóll/Hvöt jafnaði 1-1.

Hamarsmenn létu sér ekki segjast og skoruðu sigurmarkið strax í næstu sókn. Það skoraði Ingþór Björgvinsson en markið kom eftir hornspyrnu.