Sigurmark á lokamínútunni

Kolbrún Ýr Karlsdóttir skoraði sigurmark Hamars. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar vann í dag góðan sigur á Hömrunum í 2. deild kvenna í knattspyrnu þegar liðin mættust á KA-vellinum á Akureyri.

Hamrarnir komust yfir á 8. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik en Júlíana Chipa jafnaði metin fyrir Hamar þegar fimmtán mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. 

Allt stefndi í 1-1 jafntefli en Hamarskonur voru ákveðnar í að klára leikinn vel og Kolbrún Ýr Karlsdóttur skoraði sigurmark þeirra á lokamínútu leiksins.

Þetta var annar sigur Hamars í röð í deildinni og er liðið nú í 7. sæti  með 10 stig en Hamrarnir eru í 4. sæti með 14 stig.

Fyrri greinHópslysaáætlun virkjuð vegna slyss við Skaftafell
Næsta greinSjö fluttir með þyrlum á sjúkrahús