Sigurkarfa ÍA á lokasekúndunum

Hamar fékk ÍA í heimsókn í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Eftir jafnan og sveiflukenndan leik skoruðu gestirnir sigurkörfuna á lokasekúndunum.

ÍA byrjaði betur í leiknum og leiddi 45-57 í hálfleik. Þriðji leikhlutinn var hins vegar eign Hamars sem náði að vinna upp forskot gestanna og komast yfir, 66-63.

Síðasti fjórðungurinn var jafn, lítið skorað og mistök á báða bóga.

Hamar komst í 75-73 þegar 62 sekúndur voru eftir af leiknum, ÍA misnotaði næstu sókn en stal svo boltanum af Hamri. Skagamenn fengu því síðustu sókn leiksins og náðu sigurkörfu fyrir utan þriggja stiga línuna þegar tvær sekúndur voru eftir á klukkunni.

Hamar er áfram í 5. sæti deildarinnar með 8 stig en ÍA er í 7. sæti með 6 stig. Eftir tíu leiki hafa Skagamenn aðeins unnið þrjá leiki, en náð að leggja bæði Hamar og FSu sem eru fyrir ofan ÍA á töflunni.

Tölfræði Hamars: Christopher Woods 31 stig/18 fráköst/4 varin skot, Oddur Ólafsson 19 stig/4 fráköst/6 stoðsendingar, Örn Sigurðarson 11 stig/6 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 6 stig/7 fráköst, Smári Hrafnsson 6 stig/5 fráköst, Ísak Sigurðarson 2 stig/4 fráköst.