Sigurjón endurkjörinn formaður

Aðalfundur Golfklúbbs Ásatúns var haldinn í Golfskálanum Snússu í Ásatúni um síðustu helgi. Sigurjón Harðarson var endurkjörinn formaður, ásamt allri fráfarandi stjórn.

Fjármál golfklúbbsins eru í góðu jafnvægi en rekstur vallarins var rekinn með talsverðum halla á síðasta ári. Í tilkynningu frá stjórn félagsins er vonast eftir að veðrið verði hagstæðara við félagsmenn og aðra landsmenn næsta sumar, þannig að hægt verði að snúa þessu við.

Félagsgjald án vallargjalda verður 7.400 kr. fyrir árið 2014 og verður einn 9 holu hringur innifalinn á Ásatúnsvelli.

Einnig var ákveðið að börn yngri en 14 ára fái að spila frítt, séu þau í fylgd fullorðina.

Toppmótið er sett á 2. ágúst, þ.e. laugardaginn um verslunarmannahelgina. Einnig verður Jónsmessumót og eitt punktamót haldið til viðbótar.