Sigurhrinu Hamars lokið

Eftir þrjá sigurleiki í röð tapaði kvennalið Hamars gegn Snæfelli í Domino's-deild kvenna í körfubolta í Hveragerði í kvöld.

Gestirnir höfðu góð tök á leiknum allan tímann og leiddu í hálfleik, 25-40. Munurinn jókst enn frekar í 3. leikhluta en síðasti fjórðungurinn var jafn og lítið skorað. Lokatölur urðu 40-64.

Sydnei Moss var stigahæst hjá Hamri með 15 stig, Kristrún Rut Antonsdóttir og Sóley Guðgeirsdóttir skoruðu 6 stig, Heiða B. Valdimarsdóttir 5, Þórunn Bjarnadóttir og Helga Vala Ingvarsdóttir 3 og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2.

Fyrri greinFimmhundruð bíósæti gefin í menningarsalinn
Næsta greinHvolsskóli vann þrjá bikara af fjórum