Sigurganga Selfyssinga heldur áfram

Sigurlið Selfoss. Ljósmynd/Jóhanna Margrét Eðvaldsdóttir

Aldursflokkamót HSK í sundi var haldið í sundlauginni á Hvolsvelli í síðustu viku. Þetta er í 52. sinn sem mótið er haldið en fyrsta mótið fór fram árið 1973.

Keppendur frá þremur félögum tóku þátt í mótinu. Selfyssingar höfðu nokkra yfirburði í stigakeppni félaga og fengu 121 stig og Dímon varð í öðru sæti með 39 stig. Hamar varð í þriðja sæti, en þeir sendu keppendur í flokka 10 ára og yngri þar sem allir fengu jafna viðurkenningu og ekki var keppt um gull, silfur og brons, líkt og í eldri flokkunum.

Selfyssingar unnu stigakeppni mótsins í 41. skipti og hafa nú unnið stigakeppnina tólf sinnum í röð.

Á mótinu voru líkt og áður veitt verðlaun fyrir stigahæsta sund mótsins samkvæmt alþjóðlegri stigatöflu. Þau verðlaun hlaut Haukur Daði Örvarsson Umf. Selfoss, en hann synti 100 metra skriðsund á 1:14,74 mín sem gaf 217 stig.

Heildarúrslit mótsins eru á hsk.is.

Haukur Daði Örvarsson synti stigahæsta sundið. Ljósmynd/Jóhanna Margrét Eðvaldsdóttir
Fyrri greinSkálholtsstaður – Menning á miðvikudögum í maí
Næsta greinSkipulagsmál og uppbygging í Árborg