Sigurganga Selfoss heldur áfram

Auður Helga Halldórsdóttir sækir að marki Sindra í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sigurganga kvennaliðs Selfoss heldur áfram í 2. deildinni í knattspyrnu. Selfoss tók á móti Sindra í kvöld og sigraði 2-1.

Embla Dís Gunnarsdóttir kom Selfyssingum yfir á 20. mínútu með góðu skoti vel fyrir utan teig.

Staðan var 1-0 í hálfleik en þegar korter var liðið af seinni hálfleiknum stangaði Guðmunda Brynja Óladóttir boltann í netið og kom Selfyssingum í 2-0. Leikurinn var í járnum eftir það en gestunum tókst ekki að koma boltanum í netið fyrr en í uppbótartímanum og lokatölur urðu 2-1.

Selfoss er með fullt hús stiga, 18 stig í toppsætinu en Sindri er með 4 stig í 7. sæti.

Fyrri greinDæluhús við árbakkann
Næsta greinMarkaveisla á Stokkseyri