Sigurganga Þórs heldur áfram

Þórsarar héldu áfram sigurgöngu sinni í 1. deild karla í körfubolta þegar liðið tók á móti Breiðabliki í kvöld, 101-89.

Leikurinn var jafn framan af en Þórsarar leiddu í hálfleik, 56-42. Munurinn hélst svipaður í síðari hálfleik en Blikar náðu aldrei að saxa á forskotið.

Eric Palm skoraði 27 stig fyrir Þór, Valdimir Bulut var með 25 og 10 fráköst. Ragnarssynir Baldur Þór og Þorsteinn Már voru báðir með 12 stig.

Fyrri greinEnn tapar FSu
Næsta greinBaráttan harðnar á botninum