Sigurganga Þórs heldur áfram

Þórsarar héldu áfram sigurgöngu sinni í 1. deild karla í körfubolta þegar liðið tók á móti Breiðabliki í kvöld, 101-89.

Leikurinn var jafn framan af en Þórsarar leiddu í hálfleik, 56-42. Munurinn hélst svipaður í síðari hálfleik en Blikar náðu aldrei að saxa á forskotið.

Eric Palm skoraði 27 stig fyrir Þór, Valdimir Bulut var með 25 og 10 fráköst. Ragnarssynir Baldur Þór og Þorsteinn Már voru báðir með 12 stig.