Sigur í síðasta heimaleiknum

Brynhildur Sif VIktorsdóttir skoraði eitt af mörkum Hamars. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar vann öruggan sigur á Skautafélagi Reykjavíkur í 2. deild kvenna í knattspyrnu í dag. Þetta var síðasti heimaleikur Hamars í sumar.

Brynhildur Sif Viktorsdóttir kom Hamri yfir á 26. mínútu og á lokamínútu fyrri hálfleiks tvöfaldaði systir hennar, Glódís Ólöf, forskot Hamars.

Staðan var 2-0 í leikhléinu og um miðjan seinni hálfleikinn gulltryggði svo Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa 3-0 sigur Hamars.

Hamar er í 9. sæti deildarinnar með 12 stig en SR í 12. sæti með 4 stig. Hamar heimsækir Hamrana á Akureyri í lokaumferðinni næstkomandi föstudag.

Fyrri greinRangæingar þeir einu sem fögnuðu sigri
Næsta greinHaukar unnu Ragnarsmótið