Sigur í fyrsta heimaleiknum

Frá leiknum í gær. Ljósmynd: Hrunamenn - Körfubolti/Brigitte Brugger

Hrunamenn unnu góðan sigur á Ármenningum í fyrsta heimaleik sínum í 1. deild karla í körfubolta í vetur þegar liðin mættust á Flúðum í gærkvöldi.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en í 2. leikhluta skriðu Ármenningar fram úr og náðu þrettán stiga forskoti, 33-46. Hrunamenn minnkuðu bilið hins vegar hratt í lok fyrri hálfleiks og skoruðu síðustu sjö stigin á átta sekúndna kafla, þannig að staðan var 40-46 í leikhléi.

Eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik jöfnuðu Hrunamenn 53-53 og héldu forystunni í kjölfarið fram í miðjan 4. leikhlutann. Lokakaflinn var spennandi en heimamenn voru með fimm stiga forskot þegar lokamínútan rann upp og höfðu að lokum 79-72 sigur.

Aleksi Liukko var með sannkallaða tröllatvennu fyrir Hrunamenn, skoraði 27 stig og tók 26 fráköst, Hringur Karlsson skoraði 15 stig, Friðgeir Vignisson 14 og Óðinn Freyr Árnason skoraði 11 stig og tók 6 fráköst.

Fyrri greinNaumt tap á heimavelli
Næsta greinRisasigur Hamars/Þórs