Sigur hjá Ægi í sex stiga leik

Stefan Dabetic kom Ægi yfir í fyrri hálfleik. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir vann gríðarlega mikilvægan heimasigur á Einherja í 3. deild karla í knattspyrnu í dag.

Bæði lið eru að daðra við falldrauginn og því var 3-0 sigur Ægismanna sex stiga virði í dag.

Stefan Dabetic kom Ægismönnum yfir í fyrri hálfleik og í seinni hálfleiknum bættu Petar Banovic og Pétur Smári Sigurðsson við mörkum fyrir Ægi.

Með sigrinum lyfti Ægir sér upp í 8. sæti deildarinnar með 24 stig en Einherji er með 23 stig í 9. sætinu.

Fyrri greinStærstur hluti Sunnulækjarskóla í sóttkví
Næsta greinHamar tapaði heima