Sigur hjá Þór en skellur hjá Hamri

Þórsarar unnu Hauka í Fyrirtækjabikar karla í körfubolta í kvöld á meðan Hamar fékk stóran skell gegn Stjörnunni.

Þórsarar sigruðu 81-74 en þeir leiddu í hálfleik, 46-37. Mike Cook Jr. og Nemanja Sovic skoruðu báðir 18 stig en Nemanja tók 11 fráköst að auki. Baldur Þór Ragnarsson 14 stig, Emil Karel Einarsson 12, Tómas Heiðar Tómasson 11 og Ragnar Ágúst Nathanaelsson 7 auk þess að rífa niður 11 fráköst.

Í Hveragerði fengu Hamarsmenn að finna fyrir því þegar Stjarnan kom í heimsókn. Staðan var 31-56 í hálfleik en Stjörnumenn bættu enn frekar í þegar leið á leikinn og sigruðu að lokum með 59 stiga mun, 59-118. Bragi Bjarnason var stigahæstur hjá Hamri með 12 stig og Ingvi Guðmundsson og Sigurbjörn Jónasson skoruðu 11. Hjá Stjörnunni skoraði Marvin Valdimarsson 26 stig og Sæmundur bróðir hans 12.

Fyrri greinSelfoss stakk af í lokin
Næsta greinTalsvert spurt um bíla