Selfoss, Ægir og Árborg unnu öll sína leiki í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag.
Selfoss heimsótti Völsung í A-deildinni á Húsavík þar sem þeir unnu 0-4 sigur. Joseph Yoffe skoraði fyrsta mark Selfoss beint úr aukaspyrnu og Ingi Rafn Ingi Bergsson bætti við öðru marki í fyrri hálfleik þegar hann fylgdi á eftir skoti frá Magnúsi Inga Einarssyni.
Staðan var 0-2 í hálfleik en í síðari hálfleik skoraði Javier Zurbano Lacalle mark úr vítaspyrnu og Yoffe bætti svo við öðru marki sínu áður en yfir lauk.
Selfyssingar luku keppni í 6. sæti í átta liða riðli með 9 stig.
Ægir fékk Kára í heimsókn í B-deildinni á Selfossvöll og vann Þorlákshafnarliðið öruggan 2-0 sigur. Darko Matejic og Magnús Helgi Sigurðsson skoruðu mörk Ægis sem hefðu hæglega getað orðið fleiri. Ægir hafnaði í 5. sæti síns riðils með 6 stig.
Í C-deildinni mættust Árborg og Snæfell/Geislinn á Leiknisvelli. Ársæll Jónsson kom Árborg yfir strax á 5. mínútu en Guðmundur Sigurðsson bætti síðan við tveimur mörkum og kom það síðara úr vítaspyrnu. Lokatölur 0-3 fyrir Árborg sem lauk keppni með sjö stig í 4. sæti síns riðils.