Sigurþór annar og Hlynur fjórði

Sigurþór Jónsson, Golfklúbbi Selfoss, varð annar á Securitas-mótinu í golfi sem lauk á Kiðjabergi í dag. Hlynur Geir Hjartarson hífði sig upp í fjórða sætið á lokadeginum.

Mótið er fimmta og næstsíðasta umferðin í Eimskipsmótaröðinni.

Sigurþór var í efsta sætinu fyrir keppni dagsins en hann lék á tveimur höggum yfir pari í dag og endaði í 2. sæti, samtals á einu höggi yfir pari.

Hlynur lék á einu höggi yfir pari í dag og lyfti sér upp í 4. sætið. Hann lauk keppni á sex höggum yfir pari. Ekki er búið að gefa út stigaútreikninginn á mótaröðinni eftir mótið en að öllum líkindum er Hlynur Geir í efsta sætinu fyrir lokamótið sem fram fer um mánaðarmótin ágúst/september.

Andri Már Óskarsson, GHR, varð í 20. sæti en hann lék á fimm höggum yfir pari í dag og var samtals á tuttugu höggum yfir pari.

Fyrri greinFrábær þrenna hjá Helga – Maciej á sjúkrahús
Næsta greinHamar tapaði í Vesturbænum