Sigurður Eyberg í Ægi

Knattspyrnufélagið Ægir hefur fengið varnarmanninn Sigurð Eyberg Guðlaugsson til liðs við sig fyrir baráttuna í 2. deildinni í sumar.

Sigurður Eyberg er uppalinn Selfyssingur en hann hefur skorað tvö mörk í 91 deildar og bikarleik með liðinu.

Síðari hlutann á síðasta keppnistímabili var þessi 23 ára gamli leikmaður á láni hjá Hamri í Hveragerði þar sem hann skoraði tvö mörk í sjö leikjum í 2. deildinni.

Ægismenn hafa einnig fengið sóknarmannin Aron Inga Davíðsson í sínar raðir. Aron kemur frá Fjölni en hann gekk upp úr öðrum flokki síðastliðið haust.

Fótbolti.net greinir frá þessu

Fyrri greinGámaþjónustan tekur við sorphirðu í Hveragerði
Næsta greinSkógarganga í Hellisskógi í dag