Sigurður Eyberg í Hamar

Varnarmaðurinn Sigurður Eyberg Guðlaugsson hefur gengið í raðir 2. deildarliðs Hamars frá uppeldisfélagi sínu, Selfossi.

Sigurður skrifaði undir hjá Hvergerðingum í kvöld og verður því væntanlega kominn með leikheimild með Hamri fyrir leikinn gegn HK á útivelli annað kvöld.

Sigurður er 23 ára varnarmaður og hefur alla tíð leikið fyrir Selfoss, vel á annað hundrað leikja, m.a. 65 leiki í Pepsi- og 1. deildinni. Hann hefur komið við sögu í sex leikjum af þrettán í 1. deildinni í sumar.

Sigurður er ekki eini leikmaðurinn sem Hvergerðingar hafa fengið til sín í glugganum því áður höfðu þeir fengið lánaða þrjá leikmenn frá Tindastóli, þá Arnar Skúla Atlason, Árna Einar Adolfsson og Benjamín Gunnlaugarson. Þá gekk fyrrum leikmaður liðsins, Marteinn Svavarsson,, til liðs við Hamar frá Vatnaliljunum og Tómas Kjartansson flutti sig ofar í Ölfusið en hann kom til Hamars frá Ægi í Þorlákshöfn.

Félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti annað kvöld.

Fyrri greinLeitað að Fjallabaki
Næsta greinÁrborg tapaði í fjörugum leik