Sif Atladóttir, leikjahæsta knattspyrnukona Íslands frá upphafi, tilkynnti eftir leik Selfoss og Keflavíkur í dag að hún væri búin að leggja skóna á hilluna eftir 23 ára keppnisferil.
Sif spilaði 363 deildarleiki hérlendis og erlendis og lauk ferlinum með því að spila samtals 50 leiki í öllum keppnum fyrir Selfoss á síðustu tveimur árum.
Landsleikjaferillinn var ekki síður glæsilegur hjá Sif en hún spilaði 90 landsleiki og fór fjórum sinnum með íslenska landsliðinu á stórmót.